Nú styttist í landsþing LH en það verður haldið 12. - 13. október næstkomandi á Akureyri. Rétt til þingsetu á 181 þingfulltrúi frá 42 hestamannafélögum og á Sörli rétt á að senda 11 þingfulltrúa.
Nánari upplýsingar um landsþingið má finna á vef LH. Hér má einnig skoða þær tillögur sem liggja fyrir og verða teknar fyrir á þinginu.
Eftirfarandi hafa gefið kost á sér til framboðs LH. Eins og glöggir Sörlafélagar geta séð þá hefur Sörlafélaginn Eggert Hjartarsson gefið kost á sér í varastjórn.
Framboð til formanns
- Jóna Dís Bragadóttir
- Lárus Ástmar Hannesson
Framboð til aðalstjórnar
- Andrea M. Þorvaldsdóttir
- Helga B. Helgadóttir
- Ólafur Haraldsson
- Ólafur Þórisson
- Sóley Margeirsdóttir
- Stefán G. Ármannsson
- Stefán Logi Haraldsson
Framboð til varastjórnar
- Jean Eggert Hjartarson Claessen
- Þórdís Anna Gylfadóttir
Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 3. október 2018 - 9:45