Íþróttavika Evrópu fer fram í næstu viku víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusambandið mun hefja vikuna formlega með #BeActive deginum 2018 sem haldinn verður í Laugardalnum nk. sunnudag, 23. september. Það verður mikið um að vera í Laugardalnum þennan dag þar sem hægt verður að koma og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Aqua zumba, rathlaup, frisbígolf, skylmingar, frjálsar íþróttir, skotfimi og stafgöngu svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður Sirkus Íslands á svæðinu ásamt Leikhópnum Lottu og boðið verður upp á AVA drykk og Kraft súkkulaði.

Allar nánari upplýsingar má sjá á Facebook síðu viðburðarins: BeActive dagurinn 2018

Kristín Birna Ólafsdóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Verkefnastjóri á Almenningsíþróttasviði
514 4000

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 21. september 2018 - 13:39
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll