Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 9 – 14 ára sem hafa hestaáhuga, bæði þeim sem eiga eða hafa aðgang að hestum sem og þeim sem ekki hafa aðgang að hestum.
Íshestar er samstarfsaðili Sörla á þessu námskeiði og ætla þeir að útvega hesta fyrir þá sem ekki hafa aðgang að hesti.

Skráning er á https://ibh.felog.is/  síðasti dagur skráninga er 24. september. Verð kr. 27.500, hægt er að nýta frístundastyrki á þessu námskeiði.  

Hlökkum til að sjá sem flesta krakka í fjörinu 

___________________________________________

Hestafjör, byrjendur:

Kennsla hefst fimmtudaginn 27. september og stendur í  10 vikur. Kennt er á þriðjudögum  kl. 17 - 18 og fimmtudögum kl. 18 - 19 
Fyrstu fjóra tímana er bóklegt án hest og síðan hefjast verklegir tímar.  
Kennsla hefst fimmtudaginn 27. sept og líkur með foreldrasýningu þriðjudaginn 4. des. 

Kennarar Matthías Kjartansson og Sara Rut Heimisdóttir