Kæru félagsmenn.
 
Árlega er þeim félagsmönnum, sem starfað hafa í nefndum á vegum félagsins eða annarri sjálfboðavinnu s.s. við reglulegt mótahald eða átaksverkefni í tengslum við ýmiskonar viðhald boðið í nefndargrill á haustin. 
Nefndargrillið verður í ár haldið föstudaginn 28. september kl. 19.00 í veislusal Sörla. 
Þegar er búið að senda póst á nefndarformenn og þeir beðnir um að hafa samband við þá félagsmenn sem hafa starfað í nefndunum eða fyrir nefndina. 
 
Ef einhverjir félagsmenn sem starfað hafa fyrir Sörla í sjálfboðavinnu í ár hafa einhverra hluta ekki fengið boð eru beðnir að senda póst á netfangið sorli@sorli.is 

Stjórnin

Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 28. september 2018 - 19:00
Frá: 
Stjórn Sörla
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll