Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 3. september 2018 - 23:13

Lilja Ólafsdóttir hjá Hafnarfjarðarbæ ítrekar við eigendur hesthúsa í 200, 300, 400 og 500 að koma og undirrita lóðaleigusamningana. 

Það vantar eina undirritun á samninginn fyrir 500 línuna til að hægt sé að þinglýsa honum.  
Það vantar undirritanir frá:

  • 12 eigendum í hring 200, 
  • 8 eigendum í hring 300 og 
  • 18 eigendum í hring 400.

Þetta er mikið hagsmunamál fyrir hesthúseigendur svo nú er um að gera að drífa sig til Lilju og skrifa undir lóðaleigusamninginn.

Til upplýsingar þá verða lóðaleigusamningar fyrir 100 hringinn verða tilbúnir í lok september eða byrjun október.