Stjórnarfundur Sörla Fundur nr.: 8 - 2018. Mánudagur 19. júní 2018
Mættir stjórnarmenn: Valka Jónsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir,
Atli Már Ingólfsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:
Fjarverandi: Eggert Hjartarson,
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Dagskrá:
● Hjólastígur
● Beitiland
● Skráningar á LM
● Reiðhallargólf
● Sala á jökkum
● Önnur mál
 
Hjólastígur og kröfur Sörla
Þegar byrjað var að jafna stíginn fyrir malbikun hafði framkvæmdastjóri strax samband við Halldór hjá
bænum og ítrekaði beiðni Sörla um að tekið yrði úr malbiki fyrir hestaumferð. Það var greinilega ekki
farið eftir því. Framkvæmdastjóri er búinn að vera í sambandi við hann vegna þessa máls og í
framhaldinu, senda skriflegan rökstuðning fyrir því að taka malbik úr fyrir hesta. Beðið eftir
viðbrögðum bæjarins. Það er ekki búið að klára malbikunarvinnu við hjólastíginn og því hefur ekki
verið ýtt frekar eftir hraðatakmörkunum fyrr en þeirri vinnu er lokið. Það verður gert um leið og búið
er að malbika. Stjórn mun leggja mikla áherslu á að bærinn haldi gefin loforð og setji upp
hraðatakmarkanir og tryggi öryggi allra vegfarenda eins og mögulegt er.
 
Beitiland
Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað beitiland rúma 12 hektara á ásnum. Starfsmaður bæjarins sem sér
um þetta mál er í fríi og verður farið í að skipuleggja aðgang og uppgræðslu þegar hann kemur úr fríi.
Einnig þarf að ræða við hann um reiðgötu hraunhringsins þar sem ekki var nægilega vel gengið frá
viðgerðum á reiðstígnum.
 
Skráningar á LM
Búið er að klára allar skráningar inn á LM.
 
Reiðhallargólf
Nýtt efni var sett á reiðhallargólfið fyrir íþróttamótið. þ.e. eins mikið efni og var til hjá Furu. Það þarf
að skoða aftur í haust eða um áramót hvort það þarf að bæta meira efni við eða hvort hreinlega þurfi
að taka alla flísina af og tæta upp gólfið undir flísinni þar sem gólfið virðist vera hált undir flísinni.
 
Undirbúningur fyrir LM
Hinrik Sigurðsson hélt fyrirlestur um andlegan undirbúning fyrir landsmót. Mjög góð mæting var.
Eftir fyrirlesturinn voru grillaðir hamborgara. Mjög góð stemning er í hópnum og var setið lengi og
spjallað. Ásta Kara verður liðsstjóri á LM og mun hún einnig bjóða upp á þjálfun fyrir LM á vellinum.
 
Sala á Sörlajökkum.
Salan gengur ágætlega. Búið að senda í merkingu það sem komið er til að tryggja að unga Sörla fólkið
verði búið að fá jakkana á réttum tíma. Haldið verður áfram að taka við pöntunum. Það var
nauðsynlegt til að vera viss um að krakkarnir verði búin að fá jakkana fyrir LM.
 
Önnur mál
 
Bygginganefnd
Næstkomandi fimmtudagskvöld verður kynning á flæðisteikningu vegna reiðhallar fyrir atvinnumenn í félaginu. Þetta er gert til að þeir geti komið með athugasemdir varðandi hönnun á þessu stigi. Einnig verður teikning borin undir ýmsa félagsmenn til að fá athugasemdir frá sem breiðasta hópi félagsmanna. Vinnuhópur hjá Hafnarfjarðarbæ Á morgun verður skipað í embætti hjá Hafnarfjarðarbæ. Sörli sendir bréf þar sem óskað er eftir stofnaður verði vinnuhópur frá Hafnarfjarðarbæ vegna reiðhallar um leið og við vitum hverjir verða kjörnir í embættin.
 
Bókhald Farið var yfir niðurstöðu fundar framkvæmdastjóra, gjaldkera og skoðunarmanns en niðurstöður fundar þeirra í maí var á þá leið að leita ætti tilboða annara bókhaldsstofa með það að markmiði að lækka kostnað. Sömuleiðis þyrfti að hýsa bókhaldsgögn miðlægt þannig að bókhaldsstofa, stjórnarmenn og framkvæmdastjóri gætu nálgast fjárhagslegar upplýsingar oftar en nú er. Sömuleiðis var tillaga að ávöxtun fjármagns í eigu Sörla lögð fram.
 
Mót félagsins
í vor Rædd var kvörtun nokkurra starfsmanna er stóðu að vinnu að íþróttamóti og gæðingamóti Sörla á vordögum. Þeir töldu sig hafa orðið fyrir aðkasti í þeirri sjálfboðavinnu sem þeir inntu af hendi í góðri trú um að vera að leggja félaginu og félagsmönnum lið. Stjórn félagsins vill, af þessu tilefni, biðja félagsmenn vinsamlega að virða sjálfboðaliða félagsins.. Vinátta og virðing er öllum félagsskap til framdráttar. Án sjálfboðaliða er ekkert félagsstarf.
 
Keppnisvöllurinn
Mjög vel gekk að gera upp keppnisvöllinn þ.e. að setja bönd í stað plaströra og snyrta allt í kringum völlinn. Gaman var að sjá svo mörg ný andlit meðal sjálfboðaliða við það verk. Það eiga allir hrós skilið og er keppnisvöllurinn virkilega flottur að sjá. Kynbótasýningar Ekki eru lengur kynbótasýningar hjá Sörla. Ástæðan er sögð vera svarta efnið í keppnisvellinum. Rætt var hvernig bæta megi völlinn þannig að hægt sé að halda kynbótasýningar. Fákur tók það til ráðs að blanda svarta efninu til helminga við vikur. Skoða á hvort þetta hafi virkað vel hjá þeim og jafnvel skoða hvort Sörli eigi að gera slíkt hið sama. 
 
Fundi slitið kl. 22.00
 
Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. júlí 2018 - 8:58
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 19. júní 2018 - 19:20