Í dag fór fram forkeppni í B flokki gæðing og ungmennaflokki. Ungafólkið okkar stóð sig frábærlega í harðri keppni og rigningu. Til að komast í milliriðla í ungmennaflokki þurfti að ná einkunni 8,35. Af okkar fólki komust Annabella Sigurðardóttir og Þórólfur frá Kanastöðum í milliriðil með einkunnina 8,50. Einnig komust Valdís Björk og Kringla frá Jarðbrú í milliriðil með einkunnina 8,49, en Valdís Björk keppir fyrir Sprett þetta árið. Sömu sögu er að segja af B flokki en þar var keppnin einnig býsna hörð. Þeir keppendur Sörla sem náðu inn í milliriðil voru þeir Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Daníel Jónsson, einkunn 8,66 og Sæþór frá Stafholti og Snorri Dal, einkunn 8,60. En til að ná inn í milliriðla í B flokki þurfti einkunnina 8,55. 

Á morgun er síðan forkeppni í A flokki gæðinga og milliriðlar í barnaflokki.

Af partýtjaldi Sörla er það að frétta að það fauk í nótt, en unnið er að endurreisn tjaldsins, því stefnt er að því að grilla hamborgara í tjaldinu annað kvöld fyrir Sörlafélaga kl. 18:30, eða að loknum milliriðlum í barnaflokki. Veðurspáin lofar þurru veðri og vonum við að það standist. Allir velkomnir. 

Beðist er velvirðingar af því að engar fréttir séu af kynbótabrautinni, en fjallað verður um kynbótasýningar síðar.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 2. júlí 2018 - 18:57
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll