Á nýafstöðnu Hafnarfjarðarmeistaramóti Sörla og HS Orku voru veitt verðlaun fyrir samanlagða fjórgangs- og fimmgangssigurvegara.  Voru þeir kynntir á facebook á sérstökum viðburði mótsins þar sem mótshaldarar héldu úti lifandi niðurstöðum. 
Upp kom ágreiningur um það hvernig fimmgangssigurvegari í 1. flokki væri reiknaður út en samkvæmt útreikningum mótanefndar, sem staðfest var af yfirdómara Magnúsi Lárussyni, var árangur í 100m skeiði tekinn með í útreikningi á samanlögðum sigurvegara í fimmgangi.  Ágreiningurinn fólst í því hvort árangur í 100m skeiði mætti teljast inn í samanlagðan sigurvegara eða ekki, þar sem 100m skeiðið væri ekki flokkaskipt. 

Skv. grein 8.3.9.2.  í nýjustu lögum og reglum LH um samanlagðar greinar er svo sagt um fimmganginn:

      Samanlagður fimmganggangssigurvegari er parið sem fær hæsta samanlagða einkunn úr þremur keppnisgreinum. 

      Einunings ein grein telur úr hverjum flokki

  • Flokkur I : Tölt (T1/T3) eða Tölt (T2/T4)
  • Flokkur II: Fimmgangur (F1/F2)
  • Flokkur III: 250m skeið (P1) eða Gæðingaskeið (PP1) eða Flugskeið (P2). 

     Einkunnir úr forkeppni gilda. 

Í lögunum kemur ekki fram að krafa sé um að 100m. skeið sé flokkaskipt.  Haft var samband við fleiri íþróttadómara og fengið álit þeirra. Eftir þær umræður er niðurstaða mótanefndar óbreytt.

Samanlagðir sigurvegarar á Hafnarfjarðarmeistaramóti Sörla og HS Orku

Meistaraflokkur Knapi Hestur Tölt/
Slaktaumatölt
Fjórgangur  Fimmgangur Gæðingaskeið/
100m skeið/
250m skeið
Samtals
Fjórgangssigurvegari Snorri Dal Sæþór frá Stafholti 6.60 6.47     13.07
Fimmgangssigurvegari Hinrik Þór Sigurðsson Happadís frá Aðalbóli 1 6.07   5.40 4.88 16.35
               
1. flokkur Knapi Hestur Tölt/
Slaktaumatölt
Fjórgangur  Fimmgangur Gæðingaskeið/
100m skeið/
250m skeið
Samtals
Fjórgangssigurvegari Kristín Ingólfsdóttir Garpur frá Miðhúsum 6.07 6.07     12.14
Fimmgangssigurvegari Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 4.80 5.03   5.38 15.21
               
2.flokkur Knapi Hestur Tölt/
Slaktaumatölt
Fjórgangur  Fimmgangur Gæðingaskeið/
100m skeið/
250m skeið
Samtals
Fjórgangssigurvegari Stella Björg Kristinsdóttir Drymbill frá Brautarholti 5.77 5.87     11.64
Fimmgangssigurvegari Stella Björg Kristinsdóttir Dagmar frá Kópavogi 3.03   4.13 0.17 7.33
               
Ungmennaflokkur Knapi Hestur Tölt/
Slaktaumatölt
Fjórgangur  Fimmgangur Gæðingaskeið/
100m skeið/
250m skeið
Samtals
Fjórgangssigurvegari Jónína Valgerður Örvar Gígur frá Súluholti 5.63 5.67     11.30
Fimmgangssigurvegari Enginn knapi/hestur uppfyllti skilyrði          
               
Stigahæsti unglingur Knapi Hestur Tölt/
Slaktaumatölt
Fjórgangur  Fimmgangur Gæðingaskeið/
100m skeið/
250m skeið
Fimi A
  Enginn unglingur uppfyllti skilyrði          
               
Stigahæsta barn Knapi Hestur Tölt Fjórgangur Fimi A    
  Ekkert barn uppfyllti skilyrði          
Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 29. maí 2018 - 23:06
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 24. maí 2018 - 18:00