Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 9. maí 2018 - 16:36

Nú er sumarið á næstaleiti og við í Krýsuvíkurnefnd erum farin að huga að girðingavinnu í Krýsuvík, það þarf að yfirfara allar girðingar og laga eftir veturinn, ef einhverir hafa áhuga á að aðstoða okkur í þeirri vinnu endilega hafið samband við Diddu í síma 664 0310. Fyrsta vinnuhelgin verður næstu helgi 12-13. maí. Við leggjum af stað úr Hlíðarþúfum kl 9:30, stefnum á að vera komin til baka ca 14:00 báða dagana.

Félagið hefur í haft til umráða til fjölda ára beitiland í Krýsuvík sem er í landi Hafnarfjarðar, allir skuldlausir félagar Sörla geta sótt um að hafa hrossin sín þar í sumar og haust beit, en það eru takmörk á hrossafjöldanum, þannig að fyrstur kemur fyrstur fær, við opnum fyrir skráningar 15.maí. Áhugasamir sendi umsóknir á krysuvikurnefnd@sorli.is

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll