Graðhestamannafélag hestakarla í Sörla boðar til samreiðar hestakarla föstudaginn 11. maí kl. 19:00 frá Sörlastöðum.
Dagskrá kvöldsins.
19:00 STÓRHÖFÐAREIÐ.
Lagt af stað í útreiðatúr kringum Stórhöfða á slaginu 19:00.
Komið til baka upp úr 20:00, fer eftir því hver leiðir.
20:30 HEIMSÓKN.
Heimsækjum Sindra Sigurðsson í hesthúsið. Boðið verður uppá kaldan mjöð. Gamanmál. Hér má setja hesta í gerði sem notast síðar um kvöldið...sjá síðar.
21:00 YFIRFERÐIN PRÓFUÐ.
Við stormum á nýuppgerða skeiðbrautina og tímatökubúnaðurinn er klár. Lauflétt tímataka á yfirferð, lá lá ekki, það er spurningin, hvaða gangur sem er, bara ekki stökk. Fáar reglur. Skilyrði að menn og hestar hafi gaman af. Vegleg verðlaun.
21:30- 00:00....
KÓTILETTAN.
Lambakótelettur í raspi í miklu magni á Sörlastöðum. Verðlaun veitt fyrir sperrireiðmann kvöldsins, dómnefnd lýsir vali. Verðlaun fyrir yfirferð veitt.
Verð kr. 4.000. Matur + 3 bjórar. Allur ágóði fer í traktorssjóð Sörla.
Hægt er að skrá sig á facebooksíðu Graðhestamannafélagsins eða hjá Þórunni í síma 897 2919.
Greitt á staðnum.
F.h. forseta
AMI