Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 26. apríl 2018 - 10:03
Á laugardagsmorguninn 5. maí, kl. 9:30 mun reiðveganefnd vera með kynningu á reiðvegum og reiðvegaframkvæmdum á Sörlasvæðinu. Kynningin fer fram á Sörlastöðum. Tilvalið er að fá sér morgunkaffi hjá Stebbu í leiðinni.
Eftir fundinn er hreinsunar- og tiltektardagur hjá Hlíðarþúfum. Þá er farið með fram Kaldárselsvegi og skógarhringurinn hreinsaður. Hvetjum við fólk að taka þátt og vinna að því að snyrta okkar nærumhverfi eftir að hafa hlustað á kynningu frá reiðveganefndinni