Hið árlega Karlatölt Spretts var haldið 18 apríl síðastliðinn. Þar var keppt í þremur styrkleikaflokkum
- T7 minna vanir
- T3 meira vanir
- T3 opinn flokkur
Sörlamenn létu sig ekki vanta á þennan góða viðburð og mættu sjö Sörlamenn með átta hesta til leiks.
- Anton Haraldsson og Glóey frá Hlíðartúni
- Arngrímur Svavarsson og Frigg frá Árgilsstöðum
- Bjarni Sigurðsson og Eysteinn frá Efri-Þverá
- Guðni Kjartansson og Ársól frá Bakkakoti
- Haraldur Haraldsson og Afsalon frá Strönd II
- Sigurður Gunnar Markússon og Alsæll frá Varmalandi
- Svavar Arnfjörð Ólafsson með Sjón frá Útverkum og Vífil frá Lindarbæ
Þetta var hin mesta skemmtun því margir Sörlafélagar voru mættir á bekkinn til að styðja sína menn og gleðin var allsráðandi.
Einn Sörlafélagi og hesturinn hans komust í úrslit en það voru þeir Sigurður Gunnar Markússon og Alsæll frá Varmalandi sem komust í A úrslit í T3 meira vanir og enduðu í 2 - 3 sæti.
Til hamingju með það Sigurður!
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 23. apríl 2018 - 9:01