Framhaldsaðalfundur Sörlastaðir, fimmtudagur 22, mars 2018

Mættir stjórnarmenn Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Valka Jónsdóttir,Kristín Þorgeirsdóttir, Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Fundarstjóri Atli Már Ingólfsson

Dagskrá:

  • Reikningar félagsins fyrir árið 2017 lagðir fram
  • Önnur mál

 Reikningar félagsins

Framkvæmdastjóri félagsins Þórunn Ansnes kynnti ársreikninginn. Heildar tekjur fyrir árið 2017 voru 27.679.855 kr.  sem var lækkun frá árinu á undan sem skýrðist á fasteignastyrk Hafnarfjarðarbæjar sem er reiknuð stærð og hefur ekki áhrif á rekstur félagsins.  Að öðru leyti voru tekjur ársins svipaðar og árið á undan. Rekstargjöld voru 34.433.967 kr. sem var umtalsvert hærra en árið á undan. Skýringin á því liggur í framkvæmdum sem gerðar voru á vallarsvæði félagsins og reiðhöll. Viðhald sem var nauðsynlegt.  Afkoma ársins var því neikvæð sem nemur 4.729.410 kr.  Eignir félagsins eru 58.603.379 kr. þar af er handbært fé 16.871.582 kr.

2. Önnur mál

Góðar umræður urðu um reiðhallarmál og deiliskipulag og má sjá núverandi deiluskipulag og athugasemdir við það í fundargerðum skipulag-s og bygginganefndar Hafnarfjarðar. Töluverð umræða var um félagshesthús og möguleika Sörla að reka slíkt hús.

Ingibergur spurði um keppnisvellina þá sér í lagi um skeiðbrautina hvort ekki mætti þrengja hana sem og um undirlagið. Nú er búið að minnka mikið sandinn á vellinum og ekki hægt að taka meira af honum. Skoðað verður með þrenginu en allavega verður honum skipt fyrir næstu mót. Settverða bönd í stað plaströra á hringvöllinn fyrir íþróttamótið

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 28. mars 2018 - 11:32
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. apríl 2018 - 11:32 to fimmtudaginn, 12. apríl 2018 - 11:32