Stjórnarfundur Sörla. Fundur nr.: 6 - 2018. Sörlastaðir, mánudagur 19. mars 2018
Mættir stjórnarmenn: Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Eggert Hjartarson, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Atli Már Ingólfssonog Hanna Rún Ingibergsdóttir
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Dagskrá:
1. Skírdagskaffi
2. Reiðvegir
3. Rekstrarhringur
4. Beitarhólf
5. Fatnaður v/Landsmóts
6. Önnur mál
1. Skírdagskaffi
Undirbúningur í gangi. Vatnar sjálfboðaliða til að vinna á skírdeginum sjálfum.Framkvæmdastjóri ásamt skemmtinefnd mun leita til félagsmanna. Stjórnarmenn sem ekki eru út á landi eða erlendis munu vinna á skírdag. Leitað til félagsmanna um kökur. Auglýsa þarf viðburðinn á flestum fréttamiðlum.
2. Reiðvegamál
Reiðvegur við flóttamannaleið verður lagaður fyrir skírdagsreiðina. Hann er í landi Garðabæjar þar sem hann er verstur. Starfsmenn Hafnarfjarðar hafa rætt við starfsmenn Garðarbæjar vegna málsins og formaður reiðveganefndar Sörla er búinn að ræða þetta við formann reiðveganefndar Spretts. Viðgerð á öðrum reiðvegum er komið á áætlun hjá Hafnarfjarðarbæ, verða lagaðir á næstunni.
3. Rekstrarhringur
Beiðni barst frá félagsmanni um að búa til rekstrarhring sem markast af litla skógarhringnum. Umfræða fór fram í stjórn og voru ýmsar vangaveltur. Niðurstaðan var sú að það vantar frekari útfærslu á rekstrarhringnum frá beiðanda til að hægt sé að taka afstöðu til málsins. Framkvæmdastjóri tekur málið áfram.
4.Beitarhólf
Viðræður hafa verið við Hafnarfjarðarbæ um beitarhólf fyrir félagsmenn Sörla. Bærinn hefurtekið vel í samtal um beitarhólf. Nokkrar hugmyndir hafa verið viðraðar en engin niðurstaða enn sem komið er.
4. Fatnaður fyrir Landsmót
Verið er að skoða fatnað fyrir félagsmenn Sörla. Er verið að leita tilboða í góðar flíkur.
5. Önnur mál
● Sörli fékk styrk frá Sjóvá við gerð vegavísa við reiðvegi. Þegar er búið að útbúa 10 vegvísa með 24 reiðvegamerkingum. Staurarnir eru merktir með póstnúmerinu 220 og öryggisnúmeri á bilinu 01-10, sem hafa þann tilgang að vera öryggisnúmer skráð hjá Neyðarlínunni sem vísa á hnit staursins. Með þessu móti er auðveldara fyrir Neyðarlínuna að staðsetja fólk þurfi þeir að veita einhverjum aðstoð. Hafnarfjarðarbær mun sjá um að setja upp vegvísana.
● Ábending barst framkvæmdastjóra að aðalfundurinn væri á sama tíma og lokakvöld áhugamannadeildar Spretts. Ákveðið var að halda fundinn því búið væri að auglýsa hann með tilgreindum fresti og ólíklegt er að allir 800 félagsmenn Sörla væru á áhugamannadeildinni þótt það væri líklegt að margir keppnismenn Sörla yrðu þar.
● Stjórnarmaður fékk fyrirspurn um hvort leyfilegt væri að keppa fyrir tvö félög í lokuðum mótum eins og vetrarmótaröð Sörla og bar það upp á stjórnarfundi. Reglur hafa ekki breyst á vetrarmótaröð og má finna reglurnar á heimasíðu Sörla.
Fundi slitið kl. 22.00