Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 5. apríl 2018 - 17:00 to laugardaginn, 7. apríl 2018 - 16:00

Þriðju vetrarleikar Sörla verða haldnir fimmtudaginn 5. apríl og laugardaginn 7. apríl. Á þessu þriðja og síðasta móti er keppt í þrígangi. Riðnar eru fjórar ferðir á beinni braut og gilda þrjár hæstu einkunnir. 

Skráning á mótið fer fram á þriðjudaginn 3.apríl milli 18-20 í dómpalli. Skráningargöld fyrir börn, unglinga og skeið er 2.500 kr.,3.500 kr. fyrir aðra flokka og frítt fyrir polla. Stigatafla fyrri móta verður birt á næstunni.

Mótið er opið öllu skuldlausum Sörlafélögum.

Drög að Dagskrá:

Fimmtudagur kl. 17:00 
Forkeppni  barnaflokkur
Blönduð forkeppni ungmenni og unglingar
úrslit barnaflokkur
úslit unglingaflokkur
úrslit ungmennaflokkur

100 m skeið

Laugardagur kl. 09:00 
Fullorðnir Blönduð forkeppni 
Hádegishlé
Pollaflokkur 
Framhald-fullorðinsflokka
Úrslit- byrjendaflokkur
Úrslit- 2 flokkur konur
Úrslit- 2 flokkur Karla
Úrslit- Heldri menn og konur
Úrslit- 1 flokkur konur 
Úrslit- 1 flokkur karlar
Úrslit- opin flokkur

Dagskrá gæti lítillega breyst þegar fjöldi skráninga liggur fyrir. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 2. apríl 2018 - 20:50
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll