Ýmsar spurningar hafa verið settar fram á Facebooksíðu félagsmanna Sörla. Stjórn Sörla vill benda á að mikið af upplýsingum um gang mála má finna í fundargerðum stjórnar sem birtast á vef félagsins. Ljóst er að alltaf má bæta upplýsingaflæði til félagsmanna og er það eitt af markmiðum stjórnar að leitast við bæta úr upplýsingamiðlun með því að setja inn fleiri fréttir um starfið á vefinn.
Framhaldsaðalfundur Sörla var auglýstur með samhætti og aðrir viðburðir félagsins, á vefsíðu og facebooksíðu félagsins. Ábending kom frá félagsmanni um að fundinn bæri upp á sama dag og lokakeppni í Equsanadeildinni. Þessi ábending var tekin fyrir á stjórnarfundi og var niðurstaðan stjórnar sú að halda fundinn á auglýstum tíma.
Vetrarleikar Sörla eru haldnir með sama hætti og fyrri ár. Rétt til þátttöku á mótaröðinni eiga allir skuldlausir Sörlafélagar óháð annari félagsaðild. Reglur mótaraðarinnar sem eru á vef Sörla eru í fullu gildi. Hér má finna
Á síðasta ári voru tekin upp ný vinnubrögð við val á íþróttafólki Sörla, stuðst var við stigatöflu, en að auki var bætt við sérstakri viðurkenningu fyrir áhugamann Sörla. Það sem var frábrugðið vinnubrögðum fyrri ára var það helst að óskað var eftir að knapar sendu inn til félagsins skýrslu um keppnisárangur. Voru því einungis þeir gjaldgengir til kjörins sem sendu inn keppnisárangur. Íþróttamaður- og kona Sörla voru valin úr þeim íþróttamönnum sem keppa í efstu deild, sbr. meistaradeild í öðrum íþróttagreinum. Við valið var stuðst við stigatöflu sambærilega við þá sem gefin er út í Spretti. Stigatafla getur aldrei verið notuð einhliða heldur til viðmiðunar og var það tekið fram í auglýsingu. Taka þarf tillit til fleiri þátta en einungis stiga, t.d. getur knapi komið fleiri en einum hesti í úrslit sem og aðrar mögulegar viðurkenningar í keppni sem ekki felast í sætaröðun. Einnig geta komið upp atvik eins og gul spjöld sem hafa áhrif. Engar vinnureglur eru fullkomnar og eru þær iðulega þess eðlis að full ástæða er að endurskoða þær reglulega og eru allar ábendingar vel þegnar í því efni.
Á félagsfundi Sörla sem haldinn var 31. janúar var fjallað um deiliskipulag fyrir félagssvæði Sörla sem hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Ástæðan fyrir breyttu deiliskipulagi er fyrst og fremst fyrirætlanir um byggingu nýrrar reiðhallar. Á fundinum 31. janúar var staðan sú að borist höfðu athugsemdir við skipulagið frá Sörlafélögum.
Hér er slóð að innsendum athugasemdum frá Sörlafélögum. http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=09636537826949995923&meetingid=1801025F%20%20%20%20%20%20%20&filename=&cc=Document
Viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar voru þau að Skipulags- og byggingarráð boðaði fund með þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við skipulagið auk forsvarsmanna Sörla. Á fundinum var farið yfir allar athugasemdirnar sem bárust. Í framhaldinu voru sömu aðilar boðaðir aftur á fund til áframhaldandi viðræðna og til að ræða lausnir á umferðarmálum í Sörlaskeiði og Fluguskeiði. Á þann fund mættu einungis forsvarsmenn Sörla. Heppilegra hefði verið að allir hagsmunaðilar hefðu mætt.
Þegar athugasemdir berast tefst vissulega ferlið við afgreiðslu deiliskipulags. Staða mála er núna sú að verið er að klára afgreiðsluferli vegna lóðar sem einn Sörlafélagi gaf eftir til að gera þetta deiliskipulag mögulegt. Þökkum við Helga Jóni Harðarsyni fyrir liðlegheitin. Þegar þessum málum er lokið fer skipulagið fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Staða lóðarleigusamninga var rædd á félgasfundinum í lok janúar. Staðan er þannig að bæjarstórn samþykkti nýja lóðarleigusamninga við Hlíðarþúfur á fundi 28. febrúar.
Hér er slóð að fundargerð bæjarstjórnar: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=1802015F
Í stuttu máli eru samningarnir til 15 ára og verða nú þinglýstir húseigendur lóðarleiguhafar en ekki hestamannafélagið. Nú er málið á þeim stað að fínpússa þarf samningana, sem verða svo sendir til undirritunar hjá bæjarstjóra. Þetta getur tekið einhvern tíma en málið er engu að síður í höfn.
Reiðvegir fóru illa í Sörla eins og hjá öðrum hestamannafélögum í vatnsveðrinu í febrúar. Hafnarfjarðabær brást við og lagaði afleggjarana frá Hlíðarþúfum að reiðstígnum. Stórt hvarf kom einnig í reiðgötuna við Flóttamannaveginn og hefur það nú verið lagfært. Mikið reiðvegaefni hefur einnig skolast úr reiðgötunni milli Hlíðarþúfna og Sörlastaða. Hafnarfjarðarbær mun á næstu dögum gera þar lagfæringar.
Nýji reiðvegurinn yfir Bleksteinsháls er á áætlun hjá Hafnarfjarðarbæ á þessu ári. Það eru mikil vonbrigði að hann hafi ekki verið unninn í vetur, en væntingar eru til þess að farið verði í verkið í vor og sumar. Reiðveganefnd hefur útbúið merkingar á reiðvegi sem verða settar upp af Hafnarfjarðarbæ um leið og frost er farið úr jörðu. Þetta eru 10 vegvísar með 24 reiðvega merkingum. Staurarnir eru merktir með póstnúmerinu 220 og öryggisnúmeri á bilinu 01-10, sem hafa þann tilgang að vera öryggisnúmer skráð hjá Neyðarlínunni sem vísa á hnit staursins. Með þessu móti er auðveldara fyrir Neyðarlínuna að staðsetja fólk þurfi þeir að veita einhverjum aðstoð.
Með góðri Sörlakveðju
Stjórnin.