Eins og flestir vita hefur Áhugamannadeild Spretts / Equsana deildin verið í fullum gangi s.l. mánuði. Lokamótið fór fram 22. mars s.l. og erum við stolt af þeim Sörlafélögum sem tóku þátt í mótaröðinni þar sem að baki slíkri þátttöku liggur mikil vinna sem krefst úthalds. Til hamingju kæru Sörlafélagar, við hin höfum fylgst með ykkur og þið hafið staðið ykkur með stakri prýði. Þeir Sörlafélagar sem tóku þátt í mótinu voru: Ástey Gyða Gunnarsdóttir, Ásgeir Margeirsson, Hafdís Arna Sigurðardóttir, Hannes Brynjar Sigurgeirsson, Kolbrún K. Birgisdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Páll Bjarki Pálsson, Sonja Sigurgeirsdóttir og Sævar Leifsson. Því má bæta við að skemmtilegasta liðið sem valið af áhorfendum og starfsmönnum var lið Snaps/Kapp en í því voru þær Ástey Gyða og Hafdís Arna. 

Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af facebook

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 26. mars 2018 - 8:26
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll