Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 21. mars 2018 - 10:16

Kynbótaferð Sörla 2018 verður farin næstkomandi laugardag 24. mars. Heimsóttir verða spennandi búgarðar eins og Hestheimar, Vesturkot, Miðás og Ármót. Allir Sörlafélagar eru velkomnir í ferðina og er aldurstakmark 18 ár. Rútan tekur 28 manns og gildir reglan "fyrstir koma, fyrstir fá". Lagt verður af stað kl. 9:00 frá Sörlastöðum og er áætluð heimkoma kl. 18:00. Verð fyrir ferðina eru 10.000 kr. og er innifalið í því verði rútuferðin, veislumatur og drykkjarföng. Fararstjóri er Páll Ólafsson. Skráning í ferðina er hjá Þórunni í síma 897 2919 eða sorli@sorli.is

Kynbótanefnd lofar frábærum degi :-)

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll