Viðburðardagsetning:
þriðjudaginn, 20. mars 2018 - 17:00
Loksins eru að hefjast skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni sem margir hafa beðið eftir. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 20. mars. Þrír tímar verða kenndir í reiðhöllinni 20. 21. og 23. mars. Síðan verða fjórar kennslustundir úti á skeiðbrautinni tveir vikunni á eftir og síðan einn í næstu og þarnæstu viku og einn bóklegur tími. Að auki er kennsludiskur innifalinn í námskeiðsgjaldi. Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar skýrist með þátttakendafjölda.
Skráning fer fram á sportfengur.com Verð fyrir námskeiðið eru 33.000 kr.