Á dögunum var auglýst eftir tilnefningum í vinnuhóp um byggingu reiðhallar í Sörla, margar tilnefningar bárust. Stjórn valdi fimm aðila til starfa í vinnuhópinn til að byrja með. Eftir því sem fram vindur í þessu stóra verkefni og nánari skilgreining verkþátta liggur fyrir þarf að kalla til fleiri áhugasama einstaklinga.

Stjórn Sörla þakkar öllum þeim aðilum sem lýstu áhuga á verkefninu og vonast til samstarfs við þá þegar verkefnið er komið af stað.

Í vinnuhópnum eru:

  • Halldóra Einarsdóttir, formaður nefndarinnar. Sviðsstjóri fjármála- og viðskiptasviðs hjá byggingarfélaginu Eykt.
  • Ásgeir Margerisson, byggingarverkfræðingur, forstjóri HS Orku.
  • Haraldur Þór Ólason, forstjóri og eigandi Furu ehf.
  • Hrund Einarsdóttir, eigandi Hanna Verkfræðistofu, byggingarverkfræðingur og sérfræðingur í burðarþoli.
  • Sævar Þorbjörnsson, byggingarverkfræðingur hjá JE Skjanna ehf.
Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 28. febrúar 2018 - 15:28