Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 24. febrúar 2018 - 20:45

Vegna óvenjumikils vatnsveðurs síðasta sólarhringinn hefur mikið magn af efni runnið úr reiðgötum og akvegum. Vegna þessa geta hafa myndast djúp hvörf í vegina. Við viljum því biðja félagsmenn um að gæta ýtrustu varúðar, hvort heldur sem er á reiðgötum eða akvegum. Ástandið verður tilkynnt til Hafnarfjarðarbæjar á mánudagsmorgunn og vonumst við til að bæjarstarfsmenn hafi tök á að laga aðstæður hjá okkur sem fyrst.