Í hádeginu í dag var fyrsti súpufundur heldriborgara í Sörla í umsjá Lávarðadeildar. Borðhaldið hófst 11:30. Frekar var fámennt en góðmennt á þessum fyrsta súpufundi. Að öðru leyti tókst vel til og áttu þeir sem mættu notalega stund. Ræðumaður var hestamaðurinn og fyrrum Sörlafélaginn Sigurður Sæmundsson, ekki er hægt að segja að honum hafi vafist tunga um tönn. Menn hlógu og skemmtu sér yfir gömlum minningum og sögum. Við látum hér fylgja nokkrar myndir.
Birtingardagsetning:
föstudaginn, 23. febrúar 2018 - 16:36