Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 24.febrúar á Sörlastöðum. Sýningin byrjar kl 13:00 og dómarar eru hinir kunnu hrossaræktarráðunautar Þorvaldur Kristjánsson og Jón Vilmundarson.
Veitingasala verður á staðnum.
Folatollauppboð verður á þekktum stóðhestum í hléi; tollar undir Adrían frá Garðshorni á Þelamörk, Álfaklett frá Syðri-Gegnishólum, Frá frá Sandhóli, Glúm frá Dallandi, Sægrím frá Bergi, Boða frá Breiðholti, Gbr og Sigur frá Stóra-Vatnsskarði.
Mjög vegleg verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu folöldin, en auk verðlaunagripa verða folatollar veittir efstu folöldum í hvorum flokki. Folatollar undir eftirfarandi hesta verða veittir sem verðlaun; Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Arður frá Brautarholti, Hákon frá Ragnheiðarstöðum, Grímur frá Skógarási, Tenór frá Litlu-Sandvík, Erró frá Ási og Tindur frá Eylandi.
Skráningar skal senda á netfangið topphross@gmail.com.
- Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
- Nafn folalds, uppruni og IS númer
- Nöfn móður og föður folalds
- Litur
- Eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509. Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafn folalds sem skýringu.
Missið ekki af þessari frábæru fjölskylduskemmtun.
Hlökkum til að sjá ykkur
Kynbótanefnd Sörla
Í skjali fyrir neðan myndina má sjá úrval folatolla sem boðnir verða upp á sýningunni