Óskum eftir tilnefningum að öflugu fólki til að starfa í vinnuhóp að framgangi nýrrar reiðhallar í Sörla. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á mannvirkjagerð og /eða góða tengingu við stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir talsverðri vinnu í vetur við þarfagreiningu og fleiri þætti sem tengjast reiðhallarbyggingu. Þegar hefur farið fram mikil vinna við að koma Sörla á forgangslista fyrir nýframkvæmdir íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Við þurfum að gefa allt í botn til að framtíðardraumar okkar Sörlafélaga verði að veruleika.Tilnefningar sendast á sorli@sorli.is fyrir föstudaginn 23 febrúar 2018.