Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 4. janúar 2018 - 13:18
Kvennadeild Sörla býður upp á afar áhugaverðan fyrirlestur miðvikudaginn 10. Janúar 2018, á Sörlastöðum kl. 20:00.
Hinrik Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari, heldur fyrirlestur um mikilvægi hugarfarsþjálfunar og gefur góð ráð og verkfæri til þess að bæata árangur með réttu hugarfari. Hann talar um jákvæð samskipti, líkamstjáningu, stjórnun á stemmningu og réttar forsendur til árangurs.
Allir áhugasamir eru velkomnir, konur sem karlar. Aðgangeyrir er 500 kr.