Susanne Braun mun halda fyrirlestur um fóðrun reiðhesta á Sörlastöðum fimmtudaginn 18. janúar kl. 20:00. Fjallað veður um það sem skiptir máli í fóðrun reiðhesta/keppnishesta. Farið verður í helstu þætti sem orskaka það að hestur fóðrast illa. Einkenni vöðvarýrnunar, fóðurbreytingar, selenskort og fóður þarfir. Einnig verður fallað um hvernig fóðra á hesta sem verið er að byggja upp fyrir keppni.
Dr. Susanne Braun er fagdýralæknir fyrir hrossasjúkdóma, IVCA chiropractor. Hún skrifaði doktorsritgerð í fóðurfræði. Hún strafar eingöngu sem hestadýralæknir. Susanne hefur búið á Íslandi frá árinu 2005 og starfar núna með Björgvín Þórisson.
Aðgangseyrir 1.000 kr.