Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 29. desember 2017 - 13:09

Nú er kominn sá tími árs að flugeldar sjást á himni í tíma og ótíma með tilheyrandi sprengingum og hávaða, því viljum við biðja hestamenn um að gæta fyllstu varúðar. Mörg óhöpp hafa orðið vegna flugelda þar sem hestar hafa fælst. 

Það helsta sem hægt er að gera á galmlárskvöld er eftirfarandi:

  • Hestum sem komnir eru á gjöf í hesthúsum skal gefið vel, hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi. 
  • Gott er að gefa hestum vel sem eru á útigangi og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þá. Ef hægt er að setja hesta inn er það öruggast.
  • Eigendur ættu helst að fylgjast með hestunum ef því er komið við, eða alla vega vitja þeirra sem fyrst eftir lætin.


Á heimasíðu MAST eru  ráðleggingar til fólks varðandi dýrahald og flugelda sem allir ættu að kynna sér.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll