Í gær var fundað með starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar vegna ögyggismála við nýjan göngu og hjólastíg. Á fundinn mættu fulltrúar úr stjórn Sörla, framkvæmdastjóri ásamt formanni félags Húseigenda í Hlíðarþúfum. Halldór Á. Ingólfsson sem sér um framkvæmdina var með kynningu á umferðaröryggi við Hlíðarþúfur. Tvær reiðleiðir munu skara göngustíginn og verða þær vel merktar með rauðum lit, hvítum örvum og hliðum. Einnig verða gerðar breytingar á Kaldárselsvegi þar sem ríðandi umferð skarar hann. Þar munu koma þrengingar og hraðahindranir. Fulltrúar Sörla óskuðu auk þess eftir að malbik verði tekið úr göngustíg þar sem umferðin skarast og var vel tekið í þá hugmynd. Einnig verða samskonar hægingar á göngustígnum þar sem nýja reiðgatan yfir Bleksteinsháls þverar göngustíginn. Framkvæmdir við göngu- og hjólastíginn munu hefjast aftur næsta sumar. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá nánar hvernig þessum málum verður háttað.

Útskýringar á mynd: 1. Göngu og hjólastígur þverar Kaldáselsveg. 2. Akvegur inn í Hlíðarþúfur. 3 og 4 hestar þvera göngustíg og Kaldárselsveg.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 9. nóvember 2017 - 8:56
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll