Stjórnarfundur Sörla Fundur nr.: 18 - 2017
Mættir: Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Þórunn Ansnes, Eggert Hjartarson, Thelma Víglundsdóttir, Hanna Rún Ingibergsdóttir,
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
1. Aðalfundur
Átta mánaða uppgjör skoðað og yfirfararið
Farið yfir innsendan keppnisárangur og tekin ákvörðun um viðurkenningar
Skýrsla stjórnar rýnd
Ákveðið hvaða gata/hringur/lína fær umhverfisverðlaun Sörla 2017
Fundarstjóri verður Darri Gunnarsson
Kosið um þrjú stjórnarsæti, Eggert og, Einar gefa aftur kost á sér.
Formaður stjórnar er allaf kosinn til eins árs í senn. Thelma gefur aftur kost á sér.
Farið yfir mönnun nefnda.
2 Keppnisvöllur
Búið að tyrfa miðjuna. Vantaði nokkrar þökur sem verður klárað við fyrsta tækifæri. Lítur mjög vel út.
3. Nefndargrillið
Var haldið laugardaginn 14. október
Gekk vel og maturinn og stemmning mjög góð.
Hefðum vilja sjá fleiri en réttir trekkja að á þessum tíma
4. Fundur hjá umhverfis og skipulagssviði
Þórunn og Atli fóru á fund umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar til að ræða málefni Hlíðarenda og Hlíðarþúfur.
Nýtt deiliskipulag er til vegna Ásvallabrautar og Hlíðarþúfur eru þar inn á. Það er því kominn grundvöllur til að endurnýja leigusamninga vegna Hlíðarþúfna.
Einnig var rætt málefni Hlíðarenda og áhyggjur stjórnar viðraðar m.a. að eigendur eigi að fjarlægja húsin á eigin kostnað og hvað er í boði fyrir eigendur hvað varðar nýjar lóðir o.s.frv.
Tekið var vel í að endurnýja leigusamninga með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og er næsta skref að senda inn formlegt erindi til bæjarráðs þess efnis að leigusamningar verið endurnýjaðir og verður það gert í vikunni.
6. Hjólreiðarstígur.
Búið er að senda inn formlegt erindi vegna öryggismála tengdum stígnum og beðið eftir formlegu svari. Einnig er búið að óska eftir fundi vegna þessara mála en vegna sumarfría bæjarstarfsmanna hefur verið dráttur á fundarboði og svari frá bænum.
7. Reiðvegur við sléttuhlíð
Haft var samband við bæinn vegna lokunar reiðvegs við sléttuhlíð. Óskað var eftir formlegu erindi þess efnis. Eggert upplýsti að eftir samtal við bæjarstarfsmann hafi verið tekið vel í að endurskoða fyrirkomulag lokunar, a.m.k. að hluta.
8. Ný reiðhöll
Beðið hefur verið eftir þarfagreiningu bæjarins vegna nýrra reiðhallar. Nú er svo komið að þolinmæði stjórnar er á enda og er búið að senda formlegt erindi til bæjarins vegna þessa máls.
Fundi slitið kl. 22.00