Vinnan við hjólastíginn er á fullu þessa dagana. Nú stendur til að byrja að malbika hluta vegarins en það er kaflinn frá Hlíðarþúfum meðfram Kaldárselsvegi, eins langt og stígurinn nær núna. Ekki verður malbikað fyrir framan Hlíðarþúfur að svo stöddu, en unnið verður að öðru leyti að frágangi á stígnum þar fyrir framan.
Ekki er ennþá búið að ákveða nákvæmlega hvernig þverun umferðar við hjólastíginn verður háttað, né endanleg ákvörðun varðandi öryggismál hestamanna á þessu svæði. Þessar stóru ákvarðanir verða ekki teknar né skipulagðar fyrr en í lok október byrjun nóvember. Haft verður samráð við Sörla um þessi mál þegar þar að kemur.