Fundargerð Fundur nr.: 16 - 2017, fimmtudagur 17.ágúst 2017

Mættir: Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Þórunn Ansnes, Eggert Hjartarson, Thelma Víglundsdóttir,

Fjarverandi: Hanna Rún Ingibergsdóttir,

Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

1. Deiliskipulag v/nýrra reiðhallar fór fyrir undirbúningsnefnd Hafnarfjarðar í dag 17. ágúst.

2. Farið yfir verkefnalista stjórnar.

Eftirfarandi er lokið:

  • Laga gólf í reiðhöll
  • Laga reiðgerði
  • Mála reiðgerði
  • Laga skeiðbraut
  • Tiltekt í kringum Sörlastaði
  • Laga útvarpssendingar
  • Grjót týnt úr reiðvegum.
  • Eldvarnargler í reiðhöll er verið að setja í þessa dagana.
  • Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að laga plan fyrir utan Sörlastaði og verður farið í það
  • fljótlega en hafnaði að borga einhvern kostnað við að laga keppnisvöllinn.

Annað sem er á dagskrá næstu vikurnar

  • Laga keppnisvelli m.a. að taka rörin og setja kaðla í staðinn. Búið að panta efnið og
  • verður farið í þetta um leið og efnið kemur.
  • Endurnýjun batta í reiðhöllinni
  • Tilboð komið frá HljóðX með hljóðkerfi. Verið að meta.

3. Reiðvegir

Formaður reiðveganefndar og varaformaður Sörla senda bréf til bæjarins til að íta á að reiðvegur yfir hæðina verði kláraður á næsta ári.

4. Göngu/hjólreiðastígur

Hefur verið á deiliskipulagi frá 2013 og var þá kynnt fyrir stjórn Sörla en núna fyrst verið að leggja hann skv. áður samþykktu deiliskipulagi.Verður að mestu til malbikaður. Verður að finna leið til að hægja verulega á umferð hjólandi í gegnum hestahverfið við Hlíðarþúfur og sér í lagi þar sem reiðvegurinn þverar. Eitt af því sem stjórn mun gera er að pressa á bæjaryfirvöld að hanna undirgöng til framtíðar litið. En að auki leggja til nokkrar lausnir til skammtíma litið eins og t.d. hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður fyrir framan hlíðarþúfur, að setja varúðarmerkingar, að hestamenn eigi forgang - biðskylda hjá hjólreiðafólki og jafnvel hliðfærð göngu- og hjólaleið o.fl. til að auka öryggi allra við Hlíðarþúfur.

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 5. september 2017 - 16:12
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 5. september 2017 - 16:12