Ágætu Sörlafélagar
Nefndir Sörla ásamt stjórn hafa ákveðið að efna til fjölskylduferðar í Krýsuvík dagana 27. -28.maí nk. Hugmyndin kom upp vegna vel heppnaðrar fjölskylduferðar á Löngufjörur síðasta vor. Einnig þykir okkur ástæða til að endurvekja Krýsuvíkurferðirnar. Krýsuvík er á afnotasvæði okkar Sörlafélaga og upplagt að kynna sér aðstæður og reiðleiðir þangað.

Fyrirhugað er að ríða af stað frá Sörlastöðum kl 11.00 á laugardaginn 27.maí. Þegar komið verður í Krýsuvík er planið að grilla, fara í leiki, kveikja varðeld og hafa brekkusöng, ef vel viðrar. Ef veðurguðirnir bregðast ætlum við hinsvegar að færa fjörið heim á Sörlastaði. Á sunnudeginum verður svo riðið til baka í Hafnarfjörðinn. 
Þátttökugjald er annars vegar 3000kr. á mann fyrir mat, nesti og hey fyrir tvö hross eða hins vegar 6000kr. og við bætist þá far með rútu frá Krísuvík-Sörlastaðir, Sörlastaðir-Krísuvík. Heygjald fyrir auka hross er 500kr. Einnig er í boði að koma bara í matinn og þá er þátttökugjaldið 2000 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.
Mjög mikilvægt er að skrá sig svo hægt sé að skipuleggja viðburðinn m.t.t fjölda þátttakenda! Skráning fer fram á netfanginu sorli@sorli.is þar sem tilkynna þarf nafn þátttakanda, fjöldi hrossa, ef rútufars er óskað og ef þáttakandi er 14. ára eða yngri skal það tekið fram og hver sé ábyrgðaraðili viðkomandi. Einnig er nauðsynlegt að skrá sig þó ætlunin sé bara að koma í matinn.
Skráningarfrestur er til 25. maí.
Þetta er upplagt tækifæri til að þjálfa hrossin fyrir sleppitúrinn og gera sér glaðan dag. Einnig tilvalið fyrir fólk til að öðlast innsýn í heim hestaferða. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara! 
Vonumst til að sjá sem allra flesta Sörlafélaga á öllum aldri!
Með góðri kveðju, 
Undirbúningsnefndin

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll