Knapamerkjanámskeið hófust af fullum krafti nú í október og hefur þátttaka verið frábær í ár, svo góð reyndar að nemendahópar í knapamerki 1 og 2 þurftu að færa sig yfir í stóra salinn þar sem kennslustofan var orðin of lítil. Það er augljóst að mikill áhugi er fyrir þessari góðu námskeiðaröð og eftirvænting ríkir í hópnum sem bíður spenntur eftir verklegu kennslunni sem hefst í janúar.

Efnisorð: 
Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 23. október 2014 - 9:57