Birtingardagsetning:
föstudaginn, 12. maí 2017 - 13:33
Helstu verkefni eru:
Rusl: Hreinsa þarf rusl í hverfinu og á þeim svæðum sem tengjast hestamannafélaginu.
Í Hlíðarþúfum verður löggð áhersla á eftirfarandi:
- Málning og annað viðhald: Eigendur og leigjendur eru hvattir til að mála og laga það sem þarf að laga t.d. þakkanta.
- Reið- og tamningagerði: Lögð verður áhersla á að mála „tunnuna“ og einnig að moka frá veggjum hennar og undan grindinni á járngerðinu og færa jarðveginn inn á sporaslóðina. Það þarf einnig að gera í „Hlíðargerðinu“.
Í efrahverfinu verður löggð áhersla á eftirfarandi:
- Hreinsa rusla og í götum, í kringum hesthús og á sameiginlegum svæðum.
- Snyrta í kringum hesthús.
Gámar verða þrír á svæðinu Einn gámur fyrir almennt rusl við Sörlastaði og tveir í Hlíðarþúfum, annar eingöngu fyrir plast utan af rúllum og hinn fyrir annað rusl. Athugið að einungis "heyplast" á að fara í plastgáminn, ekki snæri, net utan af rúllum eða annað.
Eftir að vinnu lýkur verða grillaðar pylsur í nýja gerðinu við Hlíðarþúfur.