Stjórnarfundur Sörla 12-2017. Sörlastaðir, mánudagur, 27. mars 2017
Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson, Þórunn Ansnes, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Eggert Hjartarson
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Skráarnafn: 12 - Fundargerð stjórnar Sörla. nr. 12, 27. mars 2017
- Framhaldsaðalfundur verður haldinn 4. apríl kl. 20. Auglýst á Sörlavefnum og öðrum hestamiðlum.
- Ákveðið að láta laga battana í reiðhöll, setja upp spegla og laga leka.
- Ákveðið að fara í keppnisvellina og endurbæta þá.
- Ræða þarf við Hafnarfjarðarbæ vegna kostnaðar á viðgerð í reiðhöll og útisvæði. Framkvæmdastjóri, Einar og Eggert munu fara á fund með bænum.
- Búið er að hafa samband við eiganda númerslausa vörubílinn sem er á kerrusvæði Sörla. Hann mun fjarlæga bílinn innan tveggja vikna.
- Vorfundur nefndarformanna þann 4. apríl kl. 19.00
- Þarf að hefla Sörlaskeið. Haft verður samband við Hafnarfjarðarbæ vegna þessa.
- Skafa þarf ofan af skeiðbrautinni - Framkvæmdastjóri hefur samband við aðila til að vinna að þessu.
- IBH þingið verður haldið 20. maí. Fyrir þann tíma þarf að liggja fyrir rekstar- og efnahagsreikningur Sörla.
- Bæta þarf efni inn í reiðhöll. Bætt var í haust 8 rúmmetrum í haust og svo var bætt við 27 böllum fyrir nokkrum vikum. Kaupa á meira efni og fer Eggert í það mál.
- Dymbilvikusýningin. Framkvæmdastjóri hefur samband við kynbótanefnd Sörla.
- Hitta þarf nýja eigendur Íshesta. Atli tekur að sér að boða þá til fundar.
- Laga þarf reiðvegi. Eggert hefur samband við Hafnarfjarðarbæ til að fara í þá vinnu.
Fundi slitið kl. 21
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 4. maí 2017 - 23:00
Viðburðardagsetning:
mánudaginn, 27. mars 2017 - 18:30