Stjórnarfundur Sörla 11-2017 Sörlastaðir, mánudagur, 13. mars 2017
Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson, Þórunn Ansnes,
Fjarverandi: Eggert Hjartarson, Hanna Rún Ingibergsdóttir,
Gestir: Jón Ágúst frá Hvítur
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Skráarnafn: 11 - Fundargerð stjórnar Sörla. nr. 11, 13. mars 2017
- Jón Ágúst kom á fund stjórnar til að ræða vef Sörla og hvernig megi bæta hann til að auðvelda notkun félagsmanna. Ýmsar hugmyndir voru reifaðar og var ákveðið að skoða þetta mál frekar
- Búið er að útbúa skjalavistunartól fyrir Sörla til að tryggja að öll gögn og myndir verða geymdar á einum stað. Nefndir munu geta vistað myndir og annað er viðkemur starfssemi Sörla. Þetta er mikilvægt upp á söguskráningu. Á næstunni verður farið að safna gögnum og myndum frá fyrri árum og koma því fyrir á einn stað.
- Farið var yfir kostnaðaráætlun frá Kristjáni Jónssyni vegna traktors. Ákveðið að fara í nokkur verkefni og mun Kristján taka það mál áfram.
- Rætt var um hljóðkerfi Sörla vegna móta sem og útvarpssendingar. Ákveðið að kaupa nýjan sendi til að tryggja betri útvarpsgæði frá mótum. Það mun ekki nást fyrir næsta Landsbankamót (2) en markmið er að þetta verið komið upp fyrir stærri mótin í vor.
Fundi slitið kl. 21
Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 3. maí 2017 - 23:00
Viðburðardagsetning:
mánudaginn, 13. mars 2017 - 18:03 to fimmtudaginn, 11. maí 2017 - 15:15