Stjórnarfundur Sörla. 10-2017 Sörlastaðir, mánudagur, 6. mars 2017
Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson
Fjarverandi: Þórunn Ansnes, Eggert Hjartarson, Hanna Rún Ingibergsdóttir,
Gestir: Kristján Jónsson og Sigurður Gunnar Markússon
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Skráarnafn: 10 - Fundargerð stjórnar Sörla. nr. 10, 13. mars 2017
- Kristján og Sigurður komu á fund stjórnar til að ræða traktor félagsins, rekstur og viðhald hans. En það var ákveðið að þessir tveir herramenn myndu sjá um traktorinn, umhirðu og viðhald. Einnig sjá þeir um að moka reiðstíga og annað sem til þarf. Ákveðið var að Kristján myndi lista upp og fá tilboð í það sem þarf að gera við, bæði það sem er þörf á strax og það sem væri gott að gera fyrir næsta ár.
- Stjórnin skipti með sér verkum í fjarveru framkvæmdastjóra. Ákvörðun tekin að útbúa verkáætlun, þegar framkvæmdastjóri kæmi til baka er varða verkefni hans til að tryggja sama þjónustustig við félagsmenn þegar framkvæmdastjórinn er burtu í lengri tíma.
Fundi slitið kl. 21
Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 2. maí 2017 - 23:00
Viðburðardagsetning:
mánudaginn, 6. mars 2017 - 19:30