Félagsreiðtúr laugardaginn 1. apríl kl. 14:00. Nú ættu hestar og menn að vera komnir í þokkalegt form, vor í lofti og Lóan er komin. Að því tilefni verður farið Heiðmerkurhringinn. Mæting er að venju við suðurgafl Sörlastaða og hringurinn verður riðinn réttsælis.