Stjórnarfundur Sörla Fundur nr.: 9-2017 Staður og stund: Sörlastaðir, mánudagur, 27. apríl 2017
Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson Fjarverandi: Hanna Rún Ingibergsdóttir, Eggert Hjartarson, Þórunn Ansnes
Gestir: Fyrrum formenn. Lávarðadeildin
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Skráarnafn: 9 - Fundargerð stjórnar Sörla. nr. 9, 27. febrúar 2017
Fulltrúar lávarðadeildar, þeir Birgir, Páll, Sigurður og Hilmar, komu í heimsókn til skrafs og ráðagerðar. Ýmislegt var rætt og margar hugmyndir reifaðar, m.a. var rætt um öryggismál, reiðvegi og merking þeirra, umhverfismál, skítagáma, félagsaðild, skráning í félagið, skjölun gagna og myndasafn Sörla og margt fleira. Varð það samdóma álit stjórnar að það væri gott að leita í reynslubanka fyrrum formanna í lávarðanefndinni.
Fundi slitið kl. 21