Fundur nr.: 8 - 2017

Staður og stund: Sörlastaðir, mánudagur, 13. febrúar 2017

Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Þórunn Ansnes, Atli Már Ingólfsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Eggert Hjartarson

Fjarverandi: Einar Örn Þorkelsson

Gestir: Ásgeir Margeirsson, Sigurður Emil Ævarsson

Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

Skráarnafn: 8 - Fundargerð stjórnar Sörla. nr. 8, 13. febrúar 2017

Ásgeir Margeirsson og Sigurður Emil Ævarsson komu á fund til að kynna stöðu um framtíðaruppbyggingu á Sörlastöðum, skipulagi svæðisins og byggingu nýrrar reiðhallar til að mæta vaxandi þörf fyrir aðstöðu.

  • Klára þarf eigna skiptasamning vegna Sörlastaða og keppnisvalla.
  • Klára þarf deiliskipulag og fá það samþykkt hjá bænum.
  • Þegar þessu er lokið þá þarf að fara í stefnumótun hvað varðar reiðhallar-byggingu og hvernig aðstöðu. Skipa bygginganefnd sem sér um þessa vinnu með aðila úr stjórn.
  • Ásgeir og Sigurður ætla að taka fyrstu tvö málin að sér og koma þeim í farveg.

Hugmynd um að fara í samstarf við listamenn í Hafnarfirði og láta búa til flott listaverk sem afmarkar Sörlasvæðið líkt og er í Mosfellsbæ (hestur í fullri stærð) og á Hellu (fimm gangtegundir).

Stjórn fór til Hafnarfjarðarbæjar til að kanna lóðarframboð á Sörlasvæði, stærð, verð og húsgerðir.  Í Kaplaskeiði og Fluguskeiði eru lausar lóðir.

Kynning verður á Ásvallabrautinni á næstu tveimur vikum.

Kynbótasýning í Hafnarfirði verður 22. - 26. maí.

Reiðvegir eru ekki í góðu standi.  Miklar rigningar hafa gert það að verkum að fína efnið í reiðvegunum hefur á nokkrum stöðum horfið.  Efnið fyrir neðan Hlíðarþúfum verður notað til að laga reiðvegina.  Verður farið í þetta þegar veður leyfir.

Verkefnalistinn er tilbúinn, verður farið yfir á næsta fundi.  

Fundi slitið kl. 21

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 20. mars 2017 - 10:46
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 13. febrúar 2017 - 19:00