Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 18. mars 2017 - 13:00

Landsbankamót II verður haldið næstkomandi laugardag þann 18. mars. Mótið byrjar stundvíslega klukkan 13:00 að Sörlastöðum og hvetjum við fólk til að vera tímanlega í skráningu en henni lýkur á miðnætti fimmtudaginn 16. mars. Skráning fer sem áður framm á www.sportfengur.com.
Skráningargjöld verða;

Pollar - 1000 kr
Börn - 1500 kr
Unglingar - 2000 kr
Ungmenni og efri flokkar, ásamt skeiði - 2500 kr

Dagskrá og keppnisflokkar:

Pollar teymdir

Pollar ríðandi

Skeið

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Byrjendaflokkur (annað minna vanir)

Konur 2

Karlar 2

Heldrimenn og konur 55+ (annað meira vanir)

Konur 1

Karlar 1

Opinn flokkur

Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Sörla. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.

Landsbankamótaröðin er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.

1.sæti gefur 11 stig
2.sæti gefur 8 stig
3.sæti gefur 6 stig
4.sæti gefur 5 stig
5.sæti gefur 4 stig
1 stig fæst fyrir þá sem taka þátt.

Á þessu móti er keppt í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms eftir útgefinni rásröð. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti eftir fyrirmælum þular. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 13. mars 2017 - 22:16
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll