STJÓRNARFUNDUR Í SÖRLA.      12. ágúst   2014 

13. fundur.

Fundurinn settur kl. 18,00

1.      Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.       Starfsmannamál.  Magnús Flygenring fékk uppsagnarbréf 27 júní 2014.  Magnús mun klára vinnu við reiðskólann og sjá svo til.  Starfslok verður samningsatriði milli Magnúsar og Sörla.   Semja þarf starfslýsingu fyrir  nýjan starfsmann.  Hugsanlega að skoða hvernig önnur félög  hafa gert þetta.  Eins er möguleiki að við deilum starfsmanni / framkvæmdastjóra með öðrum félögum í Hafnarfirði.

3.      Aðalfundur er áætlaður 30 október 2014.

4.      23 ágúst yrði vinnudagur til undirbúnings ráðningu nýs starfsmanns.

5.      Landsþing L.H. verður á Selfossi  og hefst það 17 október 2014, á hádegi.  Sörli á rétt á 12 fulltrúum.  Lagður var fram tillaga að fulltrúum og voru þeir fulltrúar samþykktir.  Frestur til að skila inn tillögum er til 15 september 2014-

6.      Nefnargrill.  Stefnt er að hafa nefndargrill 10 október

7.      Stjórnar og nefndarseta.  Ásgeir og Eggert halda áfram og Sigurður og Þórunn gefa líka kost á sér til áframhaldandi setu.  Þeir sem hætta í stjórn eru: Magnús, Thelma og Haraldur.

8.      Önnur mál.   Hjörtur Bergstað formaður Fáks hafði sambandi við Magnús formann og bauð honum að Sörli yrði þátttakandi í umsókn  um landsmót 2018, sem haldið yrði þá á svæði Fáks í Rykjavík.  Málið rætt en engin niðurstaða fengin.  Þetta verður skoðað nánar.

Það kom erindi frá Snorra Dal um að fá reiðhöllina leigða 2 – 5 október 2014.  Stjórnin tók vel í erindið. 

Viðgerðir á Sörlastöðum.  Búið er að senda inn erindi til Svanlaugs, til að fá að vita hvað þeir ætla að gera.

Eggert benti á að heimsíða og vefur Sörla væri ekki góður og tóku aðrir stjórnarmenn undir það.  Von er á að hann komist í betra stand á næstu vikum. 

Einnig lýstu menn yfir áhyggjum hversu treglega gekk að fá fólk í fánareiðina á síðasta Landsmóti.

 

 Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20,25

Mættir:  Magnús, Thelma , Þórunn,  Sigurður,  Eggert, Ásgeir og Haraldur.

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 12. ágúst 2014 - 18:00
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 12. ágúst 2014 - 18:00
Frá: 
Vettvangur: