Í ár var flokka skiptingin með óhefðbundnum hætti. Pollaflokkur og barnaflokkur voru með hefðbundnum hætti en svo var boðið upp á flokkin Unga fólkið sem var fyrir unglinga og ungmenni á aldrinum 14-17 ára en vegna þátttökuleysis í honum færðist eini keppandinn í þeim flokki uppfyrir sig og keppti í flokknum Sjálfráða fólk sem var fyrir 18 ára og eldri. Formannatöltið var með þeim hætti að formenn nefnda eða staðgengill þeirra keppa í forkeppni og eru fjórir valdir til að mæta í úrslit. Úrslitin voru án hesta og áttu þeir fjórir fulltrúar nefnda að leysa fjórar þrautir í kappi við tímann og var tíminn sem réði úrslitum.

Úrslit voru eftirfarandi:

Þátttakendur í pollaflokk teymdir: Anna Katrín Schram, 4 ára sem prinsessa á Kafteini frá Fjalli Emilía Dögg Káradóttir, 8 ára sem Elsa prinsessa á Spyrni frá Lambanesi Maríkó Árný Ketel, 2 ára sem Jólasveininn á Blossa frá Húsafelli Ólafía Ósk Gunnarsdóttir, 5 ára sem Rafhael Thurtles Ninja á Dropa Sigurður Ingvarsson, 3 ára sem Spiderman á Bróðir frá Stekkjadal Sunna María Káradóttir, 4 ára sem Elsa prinsessa á Golu frá Dalvík Viktoría Huld Hannesdóttir, 3 ára sem Dóta læknir á Spora frá Ytri-Hól

Þátttakendur í pollaflokk ríðandi: Guðbjörn Svavar Kristjánsson, 4 ára sem Batman á Bróðir frá Stekkjadal Guðjón Ben Guðmundsson, 8 ára sem Smali á Kasper frá Ægisíðu Þórður Alexander Kristjánsson, 7 ára sem Hulk á Illum frá Stóra-Hofi Ögn Hanna Kristín Guðmundsdóttir, 7 ára sem Smali á Jasper frá Steinsstöðum

Barnaflokkur: 1. sæti Sara Dís Snorradóttir, 11 ára sem Supergirl á Tilfinningu frá Hestasýn 2. sæti Kamila Hafdís Ketel, 10 ára sem Jakkafatapar á Leik frá Húsafelli 3. sæti Sveinfríður Hanna Ólafsdóttir, 10 ára sem Sjóræningi á Lipurtá frá Barká 4. sæti Birgitta Ósk Káradóttir, 11 ára sem Fín frú á Spyrni frá Lambanesi 5. sæti Snæfríður Ásta Jónasdóttir, 10 ára sem Kúrekastelpa á Spora frá Ytri-Hól 6. sæti Jessica Ósk Lavender, 10 ára sem Glimmer rokkari á Lúnu frá Efri-Skálateigi Verðlaun fyrir flottasta búninginn hlaut Sara Dís Snorradóttir

Sjálfráða fólk: 1. sæti Ástríður Magnúsdóttir sem Kúreki á Júpiter frá Garðakoti 2. sæti Svavar Arnfjörð sem Hafnarboltaleikmaður á Sjón frá Útverkum 3. sæti Svanbjörg Vilbergsdóttir sem Sushi rúlla á Blossa frá Hafnarfirði 4. sæti Jónína Valgerður Örvar sem Hula girl á Lótus frá Tungu 5. sæti Sara Dögg Björnsdóttir sem Indjáni á Bjarti frá Holti Verðlaun fyrir flottasta búningin hlaut Jónína Valgerður Örvar

Þátttakendur í Formannatölti: Bjarney Gröndal Jóhannesdóttir sem Miss Octoberfest á Afsalón frá Strönd - Skemmtinefnd Freyja Aðalsteinsdóttir sem Bleikur á Heklu frá Lindabæ - Mótanefnd Guðmundur Smári Guðmundsson srm Hann sjálfur á Tinna frá Hafnarfirði - Krísuvíkurnefnd Kristján Jónsson sem Leonardo Thutles Ninja á Stirni frá Halldórsstöðum - Ferðanefnd Sara Dögg Björnsdóttir sem Indjáni á Bjart frá Holti Sigríður Theadóra Eiríksdóttir sem Barnabarn dauðans á Ægi frá Þingnesi - Fræðslunefnd Valka Jónsdóttir sem Gyða Sól á Þyrlu frá Gröf - Stjórn Verðlaun fyrir flottasta búningin hlaut Bjarney Gröndal Jóhannesdóttir sem Miss Oktoberfest - Skemmtinefnd Úrslit formannatölts: 1. sæti Sigríður Theadóra Eiríksdóttir - fræðslunefnd 2. sæti Valka Jónsdóttir - Stjórn 3. sæti Bjarney Gröndal Jóhannesdóttir - Skemmtinefnd 4. sæti Freyja Aðalsteinsdóttir - Mótanefnd

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og vonum að flestir hafi skemmt sér vel. Svanbjörg Vilbergsdóttir hlytur tilþrifaverðlaunin að þessu sinni, þó tilþrifin hennar hafi ekki verið þau sem leitast er eftir á Grímuleikunum og vonum við að hún jafni sig fljótt eftir byltuna.

 

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 13. mars 2017 - 19:15
Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 11. mars 2017 - 13:00
Myndir: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll