FRAMHALDSAÐALFUNDUR Í SÖRLA. 27 febrúar 2014
Fundurinn settur kl. 20,10
1. Þórunn gjaldkeri las upp ársreiking Sörla fyrir 2013. Þar kemur fram að tap varð á rekstrinum uppá 772.103 krónur. Fram kom að fyrir mistök hjá Íslandsbanka voru ekki nærri allar rukkanir fyrir félagsgjöldum sendar út. Þetta kom sér ílla fyrir Sörla, því heimtur voru slæmar. Verðmæti varanlegar rekstrarfjármuna, sem er reiðhöllin, lækkar á milli ára, sem ekki er trúverðugt. Nokkarar spurningar komu og var þeim svarað og málið útskírt.
2. Ársreikningur 2013, samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
3. Önnur mál. Spurt var um nýja heimasíðu. Það dregs að hún verði opnuð. Aðalvandamálið er að fá gögnin af þeirri gömlu flutt yfir á þá nýju. Gott væri að láta vita af þessum drætti, inná heimasíðunni. Nýtt lyklakerfi er að virka og var nokkuð rætt um það.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20,33
Þokkaleg mæting, allavega töluvert fleiri en mættu á síðasta framhaldsaðalfund. Það mættu 5 manns fyrir utan sjórn Sörla.