STJÓRNARFUNDUR Í SÖRLA.      27 febrúar   2014 

Fundurinn settur kl. 18,30 

1.       Fundargerðir  síðastu  funda  samþykktar.

2.       Lyklakerfið.  Það virðist hafa farið vel af stað og engar kvartanir hafa borist, svo stjórnin viti af. 

3.       Hestadagar.  Friðdóra er að gera góða hluti.  Setningin verður í Hörpu.  Hópreið verður á fimmtudegi.   Opið hús verður á Sörlastöðum á föstudegi og verður boðið uppá kjötsúpu og drykki.   „Allra sterkustu“ verur á laugardagskvöld.   Æskan og hesturinn verður svo á sunnudegi.

4.       Fundur með Ingvari og Svanlaugi vegna viðhalds á reiðhöllinni. 

5.       Klára þarf að setja skeljasand á gólfið í reiðhöllinni áður en gólfið versnar aftur.  Ásgeir var með þetta mál.

6.       Fyrir liggur að við munum funda með Hafnarfjarðarbæ vegna samninga.  Munum við undirbúa okkur með þeim samnignum sem við eigum hjá okkur hér í Sörla.

7.       Kynnt nýtt skipulag reiðvega sem er teiknað inná nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar sem nú er í kynningu.  Metnaðarfull áform hjá bænum og allmennt jákvæð viðbrögð .

8.       Skoða hvort það gæti verið áhugavert fyrir Sörla að kaupa gömlu reiðhöllina í  Glaðheimum í Gusti.  Haraldur mun skoða málið.

9.       Stjórnin samþykkir að Eggert muni standa fyrir skyndihjálparnámskeiði í Sörla.  Enda hið mesta þarfaþing.

 

 

 

 Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20,00

Mættir:  Magnús, Thelma , Þórunn,  Sigurður,  Eggert og Haraldur , Ásgeir boðar  forföll.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 27. febrúar 2014 - 19:00
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 27. febrúar 2014 - 19:00
Frá: 
Vettvangur: