Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 7. febrúar 2017 - 9:15
Námskeið í að hnýta bandmúla verður haldið hjá Sörla í Hafnarfirði kl 19:30 miðvikudaginn 22. febrúar. Sörlafélagar sem eru hvattir til að fjölmenna og læra þessa hagnýtu iðn. Það er gríðarlega þægilegt fyrir hestamenn að geta hnýtt þessa níðsterku múla sjálfir, þá geta þeir hannað þann múl sem þeim finnst henta sér og sínum hestum best og haft ýmsar stærðir.
Námskeiðsgjald er aðeins 7.900, innifalið er námsefni og efni í einn skrautmúl (seldur út úr búð á ca.10-12 þús). Þetta tekur um 2 1/2 til 3 1/2 tíma, eftir fjölda og aðstæðum.
Áhugasamir skrái sig á sorli@sorli.is