Viðburðardagsetning:
sunnudaginn, 19. febrúar 2017 - 16:00
Sörli býður uppá reiðnámskeið fyrir börn 13 ára og yngri. Námskeiðin hefjast 19. febrúar og verða kennd síðdegis á sunnudögum í sex vikur. Kennari er Matthías Kjartansson. Verð kr. 13.500. Þeir sem ekki hafa aðgang að hesti en vilja sækja námskeiðið er bent á að hafa samband við Þórunni í netfangið sorli@sorli.is Skráning er á ibh.felog.is