STJÓRNARFUNDUR Í SÖRLA. 28. Janúar 2014
Fundurinn settur kl. 19,00.
1. Fundargerðir síðastu funda samþykktar.
2. Páll Ólafsson upplýsti stjórn um stöðu mála og undirbúning og vinnu fyrir 70 ára afmælisfagnað og árshátíð Sörla.
3. Fundur með þeim sem hafa atvinnu sína af hestamennsku og eru í Sörla. Var þar mest rætt um hvernig skuli staðið að lyklamálum að reiðhöllinni og opnunartíma hennar. Eins var rætt um þær endurbætur sem gera þar. Var mönnum tíðrætt um bágt ástand á gólfinu í reiðhöllinni, sem er bæði mishæðótt og hart. Ákveðið var að fá verktaka til að fara í málið af fagmennsku, og fá þetta í gott lag. Ásgeir Margeirsson mun taka þetta mál að sér fyrir hönd Sörla. Varðandi lyklamálið þá var eftirfarandi ákveðið: Lykill nr 1, veitir aðgang frá klukkan 7 að morgni til miðnættis. Þar rukkast kr. 20.000 í árgjald. Ef fleiri en tveir aðilar tilheyra sömu rekstrareiningu eða fjölskyldu, nægir að kaupa tvo lykla. Sama gildir um lykil nr. 2, 3.000 krónur í árgjald. Sem gildir frá kl. 14 til miðnættis. Tveir lyklar duga hverri fjölskyldu. Hægt er að kaupa mánaðarlykil á kr. 5.000 sem gildir frá kl. 7 að morni til miðnættis. Á helgum er aðgangur opinn öllum lykilhöfum frá 7 að morgni til miðnættis fyrir utan þau skipti þegar reiðhöllin er lokuð vegna námskeiða eða annara viðburða á vegum hestamanna. Börn 12 ára og yngri þurfa að vera í flylgd með fullorðnum í reiðhöllinni, þeim er því ekki seldur aðgangslykill. Einnig skal það áréttað að aðeins skuldlausir félagsmenn Sörla geta keypt aðgangslykil að reiðhöllinni.
4. Íslandsmót. Ljóst er að ekki gengur upp að hafa Íslandsmótið 2014 í Sörla og mun það færast yfir til Fáks. Stefnt er að því að Íslandsmótið verði næst þar á eftir hjá Sörla.
5. Í tilefni af 70 ára afmæli Sörla ákveður stjórnin að gera eftirtalda aðila að heiðursfélögum:
Guðrún Bruun Madsen, Gunnar Örn Ólafsson, Inga María Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson og Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir.
Jafnframt skulu eftirtaldir aðilar hljóta gullmerki Sörla:
Erlingur Ingi Sigurðsson, Hilmar Bryde, Höskuldur Ragnarsson, Ingvar Teitsson, Jón Oddsson og Þorvaldur Friðþjófsson.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21,30
Mættir: Magnús, Thelma , Þórunn, Sigurður, Ásgeir og Haraldur. Eggert boðaðið forföll.