Í gærkvöldi fór fram viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar. Þar voru heiðraðir Íslandsmeistarar, bikarmeistarar, Norðurlandameistarar og fl. Að þessu sinni átti Sörli einn Íslandsmeistara Kötlu Sif Snorradóttur og tvo Norðurlandameistara þá Eyjólf Þorsteinsson og Finn Bessa Svavarsson. Finnur Bessi var staddur erlendis og komst því ekki á þessa hátíð.
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 29. desember 2016 - 12:00