Ágætu hestamenn. Nú fer í hönd tími flugelda með viðeigandi hávaða. Við viljum minna fólk að fara varlega á hestum sínum þessa dagana. Einnig er gott að hafa kveikt ljós og útvarp í gangi í hesthúsum á gamlárskvöld. Það getur verið róandi fyrir hrossin og dregið úr hávaða að utan.
Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 28. desember 2016 - 14:41